ALVIA ISLANDIA OG SAFÍRA SKIPA HLJÓMSVEITINA FELIS LUNAR OG SENDA FRÁ SÉR SITT FYRSTA LAG

0
Felis Lunar

Alvia Islandia og Safíra skipa hljómsveitina Felis Lunar og senda frá sér lagið „Felis Lunar.“

Hljómsveitirnar Felis Lunar og KSF hafa nú leitt saman hesta sína og gefið út lag saman sem nefnist einfaldlega „Felis Lunar.“ KSF þarf ekki að kynna fyrir dansþyrstum almúganum en Frikki og Sigurjón hafa verið að gera allt brjálað að undanförnu!

felis lunar 2

Alvia Islandia og Safíra (Arna Viktoría) skipa hljómsveitina Felis Lunar en hún er tiltölulega ný af nálinni. Umrætt lag er það fyrsta sem sveitin sendir frá sér og lofar það afar góðu!

Gaman verður að fylgjast með þessari nýju sveit en þangað til ýtið á play, hækkið og njótið!

 

Comments are closed.