ALÞJÓÐLEGI PLÖTUBÚÐADAGURINN ER Í DAG OG ÞVÍ BER AÐ FAGNA

0

 

Í dag er alþjóðlegi plötubúðadagurinn og er hann haldinn hátíðlegur um heim allann og er Ísland engin undantekning. Plötubúðadagurinn var fyrst haldinn árið 2007 en þessi dagur er tileinkaður sjálfstæðum plötubúðum, eigendum þeirra, starfsfólkinu og ekki má gleyma sjálfum kúnnunum.

Þétt dagskrá verður í plötubúðum landsins í dag og má þar t.d. nefna Lucky RecordsReykjavík Record Shop, Smekkleysa og 12 Tónar.

Tilboð verða í gangi og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

 

Ef það væri ekki fyrir þessar verslanir væri örugglega tónlistarmenningin dauð eins og við viljum þekkja hana.

Sjáumst hress í plötubúðum í dag!

Hér má sjá ljósmyndir frá International Record Store Day í Lucky Records!

Comments are closed.