ALÞJÓÐLEGA JAZZDEGINUM FAGNAÐ

0

Alþjóðlega jazzdeginum verður fagnað um heim allan í dag og er Reykjavík þar engin undantekning en UNESCO útnefndi þennan tiltekna dag sem hinn opinbera dag jazzins árið 2011. Jazztónlist getur í sínum mörgu og fjölbreyttu myndum verið tákn sameiningar fyrir fólk af ólíkum uppruna og frá öllum heimshornum sem hlustendur og/eða virkir þátttakendur.

Jazzdeild FÍH ásamt Jazzhátíð Reykjavíkur, Jazzklúbbnum Múlanum og fjölda veitingastaða viðsvegar um bæinn, ætla af þessu tilefni að standa fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri tónlistardagskrá. Dagskráin hefst kl. 12:00 og stendur fram á kvöld. Fjölmargir listamenn stíga á stokk og flytja fjölbreytta jazztónlist.

Jazzdeild FÍH sér um skipulagningu og gefur út jazzkort með jazzstöðum borgarinnar. Hér er hægt að nálgast jazzkortið.

Sunnudagurinn byrjar í Hörpu á  Stórsveitarmaraþoni Stórsveitar Reykjavíkur frá kl. 12:00 – 17:00

Petersen Svítan, Ingólfstræti 2a > Kvartett Maríu Magnúsdóttur kl. 16:00 – 18:00

Rás 1, bein útsending > Kvintett Þorgríms Jónssonar ásamt Kristjönu Stefáns kl. 16:05 – 17:30

Bryggjan Brugghús, Grandagarður 8 > Kvartett Óskars Guðjónssonar kl. 20:00 – 22:00

Kex, Skúlagata 28 > Kvartett Jóels Pálssonar kl. 20:30-22:30

Jazzklúbburinn Múlinn, Harpa > Kvartett Kristjönu Stefáns kl. 21:00 – 23:00

Mímis Bar, Radisson Blu Hagatorgi > Björn Thoroddsen Band kl. 21:00 – 23:00

Hressó, Austurstræti 20 > Böddi Reynis og tríó Hjartar Stephensen kl. 21:00 – 00:00

Frekari upplýsingar um alþjóðlega jazzdaginn má finna á www.jazzday.com.

Skrifaðu ummæli