ALLT Á MILJÓN HJÁ EINARINDRA ÞETTA ÁRIÐ

0

einarindra 2

Í dag hefst karólínafund söfnun fyrir nýrri plötu tónlistarmannsins EinarIndra. Einar byrjaði í raftónlist fyrir um áratug síðan en fór svo í dvala þar sem árin liðu, tónlistin mallaði og hugmyndir gerjuðust. Fyrir þremur árum flaut hann aftur upp á yfirboðið með nýjan stíl,blöndu af raftónlist og indie umvafið sál þar sem söngurinn er áberandi. Gaf hann út stutta plötu hjá hinu virta útgáfufyrirtæki Möller Records árið 2014 og hlaut góða dóma fyrir hana víða um heim.

12440526_934641469906451_1866029300236080843_o

Það stefnir í afkastamikið ár hjá Einari. Ný plata Stories er á leiðinni og lag af henni nýverið  frumflutt við frábærar viðtökur. Samhliða þessu verður gefin út hliðarplata, hliðarsjálf, sem inniheldur endurhljóðblandanir eftir hina frábæru raftónlistarmenn Futuregrapher, Bistro Boy, Gunnar Jónsson og Brilliantínus.

Í lok ársins mun svo koma út stór plata sem þegar er í vinnslu.

Þið getið styrkt hann og fengið ýmsar fallegar gjafir í staðinn með því að fara inná: Karolinafund.com

Að auki mun hver stuðningsmaður fá heila óútgefna ambient plötu (100mín að lengd)  sem er fullkomin í löngu slakandi baði eða hugleiðslu

Hér fyrir neðan má lesa nokkrar umfjallanir:

„…his songs worked me into the kind of introspective trance that it’s hard to snap out of. Like the midway point between the songwriting of Bon Iver and the scattered beats of Prefuse 73, which ended up sounding like James Blake but deeper somehow,..“ – the 405

„..As soon as the song starts, this tune involves many associations, the first beats sound like a modern house track, the first deep, blurry and prepossessing chords like the beginning of an Ólafur Arnalds song, his voice so tender like Bon Iver and the interaction of beats..“ – Nordic By Nature

„He is definitely someone you should keep an eye on in 2016 – ‘Sometimes I’m Wrong’ is taken from the forthcoming EP Stories which you’ll be able to hear by the end of this month, and his second album is set to be released later on this year. In the meantime give ‘Sometimes I’m Wrong’ a listen, it may become one of your new favourites!“ – JaJaJa Music

Fylgist með EinarIndra hér:

einarindra.com

twitter.com

facebook.com

Comments are closed.