Allt sem við gerum of mikið af: Drekka, stunda kynlíf og neyta eitulyfja

0

Loksins, loksins kemur Nýríki Nonni með nýtt lag! Eftir hinum langlífu smellum „Svíkja undan skatti”, „Óbóta” og „Skipstjóra svítunni lalala” kemur nú hittarinn „Fúlar fýsnir.” Lagið er einfaldasta gerð af rokkara eins og þeim Nýríku er einum lagið, keyrt áfram með hávaða og látum, gleði og óhemjuskap.

Textinn í „Fúlum fýsnum” fjallar um breyskleika fólks. Fjallar um allt sem við gerum of mikið af…drekka, stunda kynlíf, spila fjárhættuspil og neyta eitulyfja…sett upp sem framhjáhaldssaga. Nýríki Nonni hefur engu gleymt og ekkert lært. Meðlimir er eldri en elstu menn vilja muna og þeir eru: Logi Már Einarsson (ekki Samfylkingarformaður) söngur og bassi, Óskar Torfi þorvaldsson trommur, Guðlaugur Hjaltason (ekki sjálfstæðismaður) gítar og söngur. Guðlaugur Hjaltason er höfundur lags og texta.  Rokkum áfram….

Skrifaðu ummæli