ALLT SEM PIRRAR MIG, GLEÐUR MIG, GERIR MIG REIÐANN OG FOKKS ME UP

0

Tónlistarmaðurinn AFK var að senda frá sér sína fyrstu EP plötu en hún ber heitið Wasting My Time. Platan inniheldur sex frábær lög og að hans sögn var hún alls ekki lengi í vinnslu!

AFK hefur verið á blússandi siglingu að undanförnu og er óhætt að segja að umrædd plata eigi eftir að vekja enn meiri athygli á honum! Hér er á ferðinni svöl plata með grípandi lögum og flæðandi hljóðheim!

Albumm.is náði tali af kappanum og svaraði hann nokkrum skemmtilegum spurningum!


Er platan búin að vera lengi í vinnslu?

Nei eiginlega ekki. Ég talaði við Chandler Pearson vin minn sem býr í Flórída og er að vinna í stúdíói þar og bað hann um að koma til íslands og pródusa plötu með mér. Hann var til og kom til landsins 15. Mars. Við hentum upp shittinu hans í bílskúrnum og hófumst handa!

Hvaðan sækir þú innblástur fyrir þína tónlistarsköpun?

Fokking life man! Allt sem pirrar mig, gleður mig, gerir mig reiðann og fokks me up. Basically bara mín upplifun.

Hvernig mundir þú lýsa plötunni í sjö orðum?

Dóp, rugl, ást, þunglyndi, kvíði, vinir, gleði.

Hvað ber sumarið í skauti sér og á að fylgja plötunni eftir með tónleikahaldi?

Ég er að fara út til Flórída þar sem ég og Chandler erum að fara að vinna í meira efni fyrir plötu, gera myndband/bönd og lots of other good stuff. Svo er ég að spila á Secret Solstice 18. júní, þið verðið bara að fylgjast með mér!

Eitthvað að lokum?

I’m here to stay!

Einnig er hægt að fylgjast með AFK á Youtube

Skrifaðu ummæli