Allt er alveg eins bara rétt aðeins öðruvísi: Nýtt myndband frá Ara Árelíus

0

Tónlistarmaðurinn Ari Árelíus var að senda frá sér brakandi ferskt myndband við lagið „Plastic Pony” sem tekið er af fyrstu smáskífu Ara Emperor Nothing. Ari Árelíus er tónlistarverkefni Ara Franks Ingusonar og er innblásið af sálar, popp og jazz tónlist. Tilraunagleði einkennir fyrstu smáskífuna en hafa nýrri lög verið að færa sig í fönkaðri áttir.

Myndbandið á sér stað í hliðstæðum heimi þar sem allt er alveg eins bara rétt aðeins öðruvísi. Myndbandið er leikstýrt af Bjarna Svani Friðsteinssyni og Mariu-Magdalenu lanchis og unnið í skapandi samstarfi við þau og Kristbjörgu Láru Gunnarsdóttur og Nataliu Björnsdóttur Bender.

Skrifaðu ummæli