Allt ætlaði um koll að keyra: RVKDTR fagna Shrimpcocktail

0

Fyrir skömmu sendu Reykjavíkurdætur frá sér “mixteipið” Shrimpcocktail og var því fagnað rækilega á Húrra síðastliðinn fimmtudag. Shrimpcocktail er samansafn af lögum sem dæturnar hafa gefið út síðan að platan þeirra, RVKDTR kom út árið 2016. Það má segja að þessi kokteill sé búinn að vera í vinnslu í um tvö ár en á teipinu er eitt nýtt lag sem er titillag teipsins! Eins og fyrr hefur komið fram var teipinu fagnað rækilega á Húrra en sveitin er þekkt fyrir afar líflega framkomu. Stemningin var vægast sagt frábær og ætlaði allt um koll að keyra enda ekki annað hægt þegar dæturnar mæta á svæðið!

Ljósmyndarinn Kristján Gabríel mætti á tónleikana og tók þessar skemmtilegu ljósmyndir fyrir Albumm.is

Reykjavíkurdætur á Instagram

Skrifaðu ummæli