„Allir á íslandi eru óhræddir við að fara sínar eigin leiðir“

0

James Cox er maðurinn á bakvið Paradís Sessions. Ljósmynd: Patrik Ontovic.

James Cox er frá Norwich á Englandi en hann er nú búsettur í Reykjavík. James er maðurinn á bakvið Paradís Sessions sem eru live tónlistarmyndönd tekinn upp víðsvegar um Reykjavík. James fékk snemma áhuga á Íslandi og þá sérstaklega Breiðamerkurjökul en hann segir íslensku tónlistarsenuna einstaklega góða og fjölbreytta. Jame shefur búið á klakanum í rúmlega tvö ár og er ansi margt um að vera hjá honum!

Albumm.is náði tali af honum og svaraði hann nokkrum skemmtilegum spurningum um Ísland, Paradís Sessions og framtíðina svo fátt sé nefnt.

 

Hvaðan ertu og hvenær fluttir þú til Íslands?

Ég er frá litlum bæ sem heitir Norwich sem er ekki langt frá London. Ég flutti til Íslands í Ágúst árið 2016, þannig hef búið hér í rétt rúmlega tvö ár.

Hljómsveitin Young Divers. Ljósmynd: Patrik Ontovic.

Hvað er það við Ísland sem heillar þig afhverju ákvaðst þú að flytja hingað?

Ég er með áráttu gagnvart Íslandi, sem má rekja til skólagöngu mína og þá sérstaklega landafræði tímana! Kennarinn minn hafði mikil áhrif á mig og ég fékk mikinn áhuga á jöklum á Íslandi og þá sérstaklega Breiðamerkurjökul. Ég safnaði öllum National Geographic blöðunum sem ég gat fundið og mig hefur alltaf langað að koma til Íslands!

Ég kom fyrst tvisvar í heimsókn og fann fyrir mikilli orku í Reykjavík og þá sérstaklega í kringum Iceland Airwaves hátíðina. Ég finn enn mikið fyrir þessarri orku og nota hana mikið í Paradís sessions! Þetta gerði það að verkum að mig langaði að flytja hingað en orkar er allt önnur og miklu jákvæðari en t.d í London þar sem ég bjó í tíu ár.

Tónlistarmaðurinn Regn. Ljósmynd: Patrik Ontovic.

Hvenær byrjaðir þú með Paradís Sessions og hver er hugmyndin á bakvið verkefnið?

Ég byrjaði með Paradís Sessions sumarið 2017. Ég og vinur minn Ryan héldum fyrstu giggin á Reykjavík Roasters og þar komu fram bönd eins og Between Mountains, East of My Youth og Ceasetone svo sumt sé nefnt. Þetta hefur vaxið talsvert síðan þá og orðið meira fullmótað. Paradís Sessions er órafmagnað og live og allt tekið upp á eina myndavél og einn míkrafón. Hvert myndband er á nýjum framandi stað víðsvegar um Reykjavík!

Mig langar að fanga augnablikið og hafa þetta eins raunverulegt og hægt er, það er galdurinn á bakvið þessi “sessions” Hráleikinn og mistökin geta oft á tíðum gert hlutina fullkomna og fær mig til að hugsa um paradís og hvað ég er þakklátur fyrir.

Ljósmynd: Patrik Ontovic.

Áttu þér uppáhalds “Sessions” og ef svo er hvað er það?

Það er mjög erfitt að segja! Ég elska þau öll á mismunandi ástæðum. Í augnablikinu finnst mér myndbandið með Axel Flovent alveg æðislegt, það er mér mjög sérstakt. Við náðum í Axel í Fríkirkjuna en hann var þar að taka hljóðprufu og við gengum saman upp í Safnahúsið. Að vera á svona fallegum stað er ólýsanlegt og bætir alveg helling við upplifunina. Axel lagði virkilega allt í þetta og er útkoman frábær, einnig höfðar textinn í laginu mikið til mín.

Benin City. Ljósmynd: Patrik Ontovic.

Hvernig finnst þér tónlistarsenan á Íslandi vera og er hún mikið frábrugðin frá þínum heimaslóðum?

Ég elska íslensku tónlistarsenuna! Það er allt öðruvísi fílingur í gangi hér en t.d í London. Það er reyndar ástæðan fyrir því að mig langaði að taka þátt í ísensku tónlistarsenunni og gera eitthvað áhugavert og skemmtilegt. Ég hef alltaf verið að vinna í kringum tónlist en ég var umboðsmaður og tónleikahaldari í London og í Norwich. Senan á Íslandi virðist vera mjög náin og allir eru tilbúnir að hjálpa hvor öðrum, sem ótrúlega fallegt.

Einnig er mikið frelsi á Íslandi og allir eru óhræddir að fara sínar eigin leiðir. Það er mikið af allskonar stefnum í gangi og virkilega gaman að fylgjast með og fara á tónleika. Í london eru allir að reyna að finna sér einhverja stefnu til að passa inn í, mikla minna pláss til að leika sér. Ég elska að finna nýja tónlist og Reykjavík er fullkominn staður fyrir það.

Hvað er framundan hjá þér og eitthvað að lokum?

Það eru spennandi tímar framundan! Það eru fleiri Paradís Sessions á leiðinni og nokkur sem voru tekin á Iceland Airwaves, t.d með Munstur and Jelena Ciric. Svo er bara að halda áfram, gera fleiri “session” í Reykjavík og kanski víðar!

Paradissesessions.is

PAradís Sessions á Youtube

Paradís Sessions á Instagram

Patrik Ontovic á Instagram

Skrifaðu ummæli