ALGJÖR VEISLA FYRIR AUGUN – UNNUR SARA MEÐ NÝTT MYNDBAND

0


Tónlistarkonan Unnur Sara sendi fyrir skömmu frá sér glænýtt myndband við lagið „Mind Illusions.” Lagið fjallar um frelsið sem fylgir því að vera sáttur í eigin skinni en oft dúkka upp hugsanir hjá fólki að við séum ekki nógu góð eða eigum ekki eitthvað skilið.

Myndbandið er mikil veisla fyrir augun en það vann Unnur Sara með Kötlu Líndal en þær sömdu saman handritið og Katla tók að sér kvikmyndatöku, leikstjórn og eftirvinnslu.

Skrifaðu ummæli