ALEXANDER JARL SENDIR FRÁ SÉR SILKIMJÚKT GANGSTER HIP HOP

0

alexander jarl

Tónlistarmaðurinn Alexander Jarl var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið „Vakandi.“ Alexander er afar afkastamikill, en áður hafa komið út lög eins og „Fullt Tungl,“ „Brjálaður“ og „Hallelúja“ svo fátt sé nefnt.

ALEXANDER JARL 2

Vakandi er silkimjúkt gangster hip hop sem rennur ljúft niður eins og hunang. Myndbandið er einnig mjög flott en það er Hlynur Hólm sem á heiðurinn af því. Helgi Ársæll sá um útsetningu lagsins og gerir hann það listarlega vel.

Hækkið í botn og njótið sólarinnar gott fólk!

http://jarlsquad.com/

Comments are closed.