Alexander Jarl er kominn a fullt: „Fyrir Mig“ er komið út

0

Tónlistarmaðurinn Alexander Jarl er kominn á fullt en hann var að senda frá sér lagið „Fyrir Mig.” Fyrir skömmu sendi kappinn frá sér lagið „California King” sem fékk glimrandi viðtökur. „Fyrir Mig” er afar grípandi lag sem límist við heilann á manni frá fyrstu sekúndu.

Margt er um að vera hjá Jarlinum og er hann afar iðinn við tónlistarsköpun þessa dagana! „Fyrir Mig” er samið af Alexander Jarl og Helga Ársæl. Nú er sko ekkert annað í stöðunni en að skella á play, hækka í botn og hlusta!

Instagram

Skrifaðu ummæli