ALBUMM SPURÐI NOKKRA VEL VALDA AÐILA UM SECRET SOLSTICE

0

solstice spurningar fólk

Tónlistarhátíðin Secret Solstice fór fram um helgina sem leið en yfir hundrað og fimmtíu listamenn komu fram og var laugardalurinn stappaður af brosmildu fólki. Dagskráin í ár var einkar glæsileg og það er á tæru að eitthvað var fyrir alla!

Radiohead, Of Monster And Men, Goldie, Die Antwoord, Emmsjé Gauti, Halleluwah og Shades Of Reykjavík komu fram en svona mætti lengi telja.

Albumm.is fékk nokkra vel valda aðila til að svara nokkrum spurningum um hátíðina.

ólafur Páll Gunnarsson

Ólafur páll GunnarssonRás 2

Hvernig fannst þér Secret Solstice í ár?

Ég var ánægður með hátíðina. Ég var ekki allan tímann en kom alla dagana og sá eitt og annað. Mér fannst skipulagið gott – fyrir utan biðraðirnar. Með Secret Solstice erum við að eignast okkar eigin Roskilde – Primavera eða hvað þetta nú allt heitir. Það var Festival-stemning í Laugardalnum og það var skemmtilegt – mér fannst gaman!

Hvaða þrjú atriði fannst þér standa upp úr og kom eitthvað þér á óvart?

Það sem stóð uppúr var Radiohead sem ég náði að sjá og heyra frá upphafi til enda. Þetta var gott gigg og mér fannst eins gaman og það er hægt að hafa gaman af tónleikum með Radiohead… Svo hafði ég gríðarlega gaman af Roisin Murphy – hún var og er frábær. Svo var mjög hressandi að sjá Dr. Spock í gærkvöldi.

Hvaða atriði værir þú til í að sjá á hátíðinni 2017?

Ef ég mætti stilla upp einum degi á Valhöll og mætti velja hvað sem er gæti t.d. verið svona:

14.00 – Stafrænn Hákon

15.00 – Vök

16.00 – Public Service Broadcasting

18.00 – Richard Hawley

20.00 – Paul Weller

22.00 – Wilco

Pan Thorarensen

Pan Thorarensen – Beatmakin Troopa/Stereo Hypnosis o.fl.

Hvernig fannst þér Secret Solstice í ár?

Mér fannst hátíðin bara heppnast nokkuð vel, fyrsta skipti sem ég fer. Góð helgi !

Hvaða þrjú atriði fannst þér standa upp úr og kom eitthvað þér á óvart?

langaði mest til að sjá St Germain en hann mætti ekki í flugið sitt. Erfitt að segja hvaða atriði stóð upp úr, vorum mikið að rölta á milli atriða, borða, hitta fólk og hafa gaman. Náttúrulega geggjað að sjá Radiohead.

Hvaða atriði værir þú til í að sjá á hátíðinni 2017?

Enn bíðum við eftir Boards Of Canada, væri gaman ef það væri hægt að plata þá til að koma í dalinn á næsta ári !!!

steinunn Jónsdóttir Amaba Dama 1

Steinunn JónsdóttirAmaba Dama/Reykjavíkurdætur

Hvernig fannst þér Secret Solstice í ár?

Ég skemmti mér mjög vel. Hefði alveg mátt vera betra sánd stundum. En annars fannst mér þetta frekar flott bara. Ég spilaði bæði með Reykjavíkurdætrum og svo Amabadama og naut þess bara ágætlega.

Hvaða þrjú atriði fannst þér standa upp úr og kom eitthvað þér á óvart?

Radiohead tónleikarnir voru mögulega bestu tónleikar sem ég hef farið á, ég grét mjög mikið. Annars var General Levy trylltur og Die Antwoord líka.

Hvaða atriði værir þú til í að sjá á hátíðinni 2017?

Það væri alveg gaman að sjá meira reggí. Til dæmis Chronixx eða Protoje, en þeir eru reggí artistar sem að eru að slá í gegn um allan heim og eru svolítið búnir að blása ferskum andblæ í Roots reggíið og Dancehallið. Þeir eru að spila á stórum festivölum (Cochella og Glastonbury t.d.) í ár, og ég væri alveg til í að sjá þá í laugardalnum að ári.

Arnar Guðjónsson Prins Puffin Shades Of Reykjavík.

Arnar Guðni Jónsson/Prins PuffinShades Of Reykjavík.

Hvernig fannst þér Secret Solstice í ár?

Mér fanst hátíðin geggjuð mikið af góðri tónlist og skemmtilegu fólki.

Hvaða þrjú atriði fannst þér standa upp úr og kom eitthvað þér á óvart?

Mér fanst flatbush zombiesy, action bronson ,problem child en Die Antwoord voru klárlega með besta showið koma sífelt á óvart.

Hvaða atriði værir þú til í að sjá á hátíðinni 2017?

Mig langar alltaf að sjá Kendric Lamar.

ella

Ellý ÁrmannsFréttanetið.

Hvernig fannst þér Secret Solstice í ár?

Mér fannst frábært að sjá og heyra Sister Sled­ge. Það var ógeðslega gaman. Ég var búin að gleyma hvað þær eiga ýkt marga hittara. Gísli Pálmi gladdi mig þegar hann reif sig loksins úr að ofan. Hann gerði alveg helling fyrir mig. Svo minnti hann mig líka á hvern ég á að kjósa í baráttunni um Bessastaði. Hressandi karakter. Die Antwoord gaf mér gæsahúð alla leið. Sviðsframkoman var tryllt. Róisín Murphy var æðisleg. Mér finnst alltaf svo notalegt að hlusta á Sigríði Thorlacius. Ég sá ekki Radiohed og sé geðveikt eftir því. Annars var hátíðin æðisleg í ár. Ég ætla pottþétt aftur á næsta ári. Þrefalt húrra fyrir liðinu á bak við Secret Solstice.

Hvaða þrjú atriði fannst þér standa upp úr og kom eitthvað þér á óvart?

Bringuhárin á Gísla Pálma og Of Monsters and Men stóðu uppúr. Ég elska þetta band!

Hvaða atriði værir þú til í að sjá á hátíðinni 2017?

Úff ég þarf að hugsa það aðeins…

Comments are closed.