ALBUMM.IS OG ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNIN SAMEINA KRAFTA SÍNA

0

Albumm.is / Íslensku tónlistarverðlaunin.

Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn þann 2. mars næstkomandi í Silfurbergi í Hörpu. Albumm.is og Íslensku tónlistarverðlaunin leiða nú saman hesta sína en Albumm.is ásamt Ístón munu annast tilnefningar og val á Tónlistarmyndbandi ársins.

Eftir að tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna verða gerðar opinberar um miðjan febrúar leitar Albumm.is aðstoðar lesenda sinna við að velja Tónlistarmyndband ársins. Val almennings kemur til með að gilda til móts við val dómnefndar sem er skipuð af Albumm.is og stjórn Íslensku tónlistarverðlaunanna en nánar verður fjallað um það síðar.

Hér má sjá ljósmynd frá verðalunaafhendingunni í fyrra.

Albumm.is hvetur alla þá sem gerðu tónlistarmyndbönd á liðnu ári til að vera með en það kostar ekkert að tilnefna myndband! Mikið af flottum myndböndum litu dagsins ljós árið 2016 og óhætt er að segja að gróskan í framleiðslu tónlistarmyndbanda hafi sjaldan verið meiri.

Fulltrúar Albumm.is munu einnig veita verðlaunin fyrir Tónlistarmyndband ársins á hátíðinni sjálfri og er okkur sönn ánægja að taka þátt í þessari flottu verðlaunahátíð. Herlegheitunum verður sjónvarpað beint á Rúv og ætti enginn að láta þetta framhjá sér fara!

Opið er fyrir tilnefningar til 15. janúar 2017.

Hlekkur til að skrá verk í Íslensku tónlistarverðlaunin má finna hér.

http://iston.is

Skrifaðu ummæli