Albumm & Northern Wave: Sjáið myndböndin!

0

Albumm í samstarfi við Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Northern Wave (Norðanáttin) hefur tilnefnt 20 tónlistarmyndbönd til verðlauna á hátíðinni í ár. Aldrei hafa verið fleiri konur tilnefndar til verðlauna og í ár en þær eiga 11 af 20 myndböndum. Það er óhætt að segja það sé mikil gróska í tónlistarmyndbandgerð í ár og úr miklu úrvali að velja.

Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Northern Wave (Norðanáttin) verður haldin í ellefta sinn helgina 26.-28. október næstkomandi í Frystiklefanum á Rifi í Snæfellsbæ. Á hátíðinni í ár verða sýndar rúmlega 50 stuttmyndir af öllum tegundum, alls staðar að úr heiminum en að auki býður hátíðin upp á fiskirréttakeppni, tónleika og masterklassa með heiðursgesti hátíðarinnar sem engin ætti að missa af en á næstu vikum verður opinberað hver heiðursgesturinn er.

Hátíðin er vetvangur fyrir þróun kvikmyndatungumálsins en áhersla er lögð á kvikmyndir sem frjálst listform en hátíðin gerir grasrótinni hátt undir höfði, með því að sýna öll form stuttmyndarinnar.

Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á Northernwavefestival.com

Hér fyrir neðan má sjá öll þau tónlistarmyndbönd sem tilnefnd eru:


Amabadama / Gróðurhúsið – Birta Rán Björgvinsdóttir.


Teitur Magnússon ásamt dj. flugvél og geimskip / Lífsspeki – Logi Hilmarsson.


KERAI / Origin – Kitty Von-Sometime.


Fufanu / White Pebbles – Snorri Bros.


Hildur / Would You Change? – Andrea Björk Andrésdóttir.


Árni Vil / The Hitchhiker’s Ride to the Pharmacy – Árni Vil and Thoracius Appotite.


Kira Kira & Hermigervill / Pioneer Of Love – Samantha Shay & Victoria Sendra.


Between Mountains / Into the Dark – Haukur Björgvinsson.


Rari Boys / Hlaupa Hratt feat. Yung Nigo Drippin’ & Joey Christ – Álfheiður Marta.


Munstur / Doesn’t Really Matter – Kristinn Arnar Sigurðsson.


MIMRA / Sinking Island – Guðný Rós Þórhallsdóttir.

Högni / Komdu Með – Máni M. Sigfússon.


kef LAVÍK / Vélbyssur að tæta mann í tvennt – Almarr S. Atlason / Loki Rúnarsson / Pétur Geir Steinsson.


JóiPé x Króli / Þráhyggja – Anna Maggý.


Floni / Alltof hratt – Ágúst Elí Ásgeirsson.


Hafdís Bjarnadóttir / Tunglsjúkar nætur / Lunatic Nights – Laura Matikainen.


Auður / I’d Love – Auður/ Ágúst Elí Ásgeirsson.


Mikael Lind / Probability Densities – Rakel Jónsdóttir.


BLISSFUL / Make It Better – Einar Egils.


Ólafur Arnalds,Sohn / Unfold – Thora Hilmars.

 

Skrifaðu ummæli