ALBUMM.IS KYNNIR SÍNA FYRSTU TÓNLEIKA

0

12825335_10153530947893107_787708988_n

Albumm.is ræðst til atlögu og heldur sýna fyrstu tónleika en alls ekki þá seinustu. Allt er þetta gert í góðu samstarfi við X-ið 977 og Iceland Winter Games. Fyrsta giggið fer fram í Sjallanum þann 1. og 2. Apríl og er dagskráin virkilega glæsilegt.

Á föstudeginum verður Reggae tónlistin í fyrirrúmi en hljómsveitin Hjálmar og RVK Soundsystem munu sjá til þess að allir verði í blússandi gír.

hjálmar

Hljómsveitin Hjálmar er ein vinsælasta hljómsveit landsins og þó víðar væri leitað! Sveitin færði þjóðinni svokallað lopapeysureggae og hver þekkir ekki lög eins og „Ég vil fá mér kærustu“ og „Borgin“ svo fátt sé nefnt. Hvar sem þessi frábæra sveit kemur fram er rífandi fjör!

RVK Soundsystem er hópur plötusnúða sem spilar eingöngu Reggae, Dub og Dancehall tónlist en það eru mikil eðalmenni sem eru þar innanborðs.

Laugardagurinn 2. Apríl verður sannkölluð danstónlistarveisla og sérstakt White Partý þar sem fólk er hvatt til að mæta í öllu hvítu en Sjallinn verður breyttur í sannkallaðan næturklúbb!

Fram koma: Exos, Biggi Veira/GusGusThor/Thule Records og Dj Margeir.

Exos er einn vinsælasti Techno tónlistarmaður Íslands en hann hefur verið á tónleikaferðalagi um heiminn að undanförnu ásamt Techno dívunni Ninu Kraviz.

Biggi Veira er löngu orðinn goðsögn í danstónlistarheiminum en flestir kannast við kappann úr hljómsveitinni GusGus.

Biggi Veira

Biggi Veira

Thor þarf varla að kynna fyrir dansþyrstum landsmönnum en hann stofnaði plötuútgáfuna Thule Records sem sló rækilega í gegn á heimsvísu.

Dj Margeir þarf ekki að kynna en hann er einn vinsælasti plötusnúður Íslands og hefur hann verið það um árabil.

Dj Margeir

DJ. Margeir

Húsið opnar kl 23:30 – 04:00

Miðaverð 2.900 fyrir eitt kvöld eða 4.900 kr. fyrir bæði kvöldin. Miðasala á Tix.is og í Mohawks Kringlunni og á Glerártorgi Akureyri.

Hér er hægt að nálgast facebookeventið.

Comments are closed.