ALBUMM.IS FRUMSÝNIR NÝTT MYNDBAND MEÐ SILJU RÓS

0

Silja Rós er 23 ára tónlistarkona og leiklistarnemi í Los Angeles en síðastliðið ár hefur hún unnið að fyrstu plötunni sinni sem ber heitið Silence. Silja Rós hefur sent frá sér tvö lög af plötunni „Did you know” og „Easy” en þau hafa bæði fengið mikla spilun á Rás 2.

„Ég gaf út tónlistarmyndband fyrir „Easy” en ekki fyrir „Did you know” til að byrja með. Ég ákvað hins vegar að taka upp tónlistarmyndband við „Did you know” sem er nú tilbúið og er ég hrikalega ánægð með útkomuna.“ – Silja Rós

Í dag frumsýnir Albumm.is umrætt myndband en það er tekið upp og leikstýrt af Heimi Bjarnasyni, Danshöfundar eru Margrét Hörn Jóhannsdóttir og Ernesto Camilo Aldazabal Valdes. Silja Rós mun koma fram á tónleikum ásamt Unu Stef og Bergmál Laugardaginn 24.júní kl 20:30 á Dillon.

Skrifaðu ummæli