ALBUMM HEIMSÓTTI ROKKBÆINN HÚSAVÍK

0

Við Reykvíkingar könnumst við það að mest megnis af sumrinu í blessaðri borginni okkar (Reykjavík) rignir svona 80% af sumrinu. Svo tala allir um það ár eftir ár „hvar er sumarið?“ sem er fyndið að vissu leiti að fólk er ekki enn farið að venjast votu Reykjavík, sem er síðan kanski ekkert svo fyndið heldur svekkjandi og niðurdrepandi að vissu marki.

Albumm.is er á sömu skoðun og margir og fékk smá nóg af rigningunni í borginni og ákvað krúið að finna staði á íslandi sem væru ekki bara sólríkir heldur líka með rokk anda og myndi lyfta upp andanum sem hefur skolast pínu úr manni í þessari rigningu. Við ákváðum að finna stað fyrir norðan og var Rokkbærinn Húsavík fyrir valinu!


Rokkbærinn Húsavík

Við leggjum af stað norður á sólríkum degi. Við eigum svo fallegt og friðsælt land að afhverju ekki að skella sér „on the road” og þess vegna gista á fallegu hóteli eða tjalda frekar en að borga morð fjár fyrir að fara á þessar strendur á Spáni og víðar!

Húsavík stendur við skjálfandaflóa sem er þekktur víða um heim vegna mikils lífríkis og fjölda hvalategunda en einnig eru helstu náttúruperlur Íslands í kringum bæinn. Rokkbærinn … já, við komum að því á eftir afhverju ég kalla hann rokkbæinn, en hann er ekki einungis þekktur fyrir hvali, fallegar gönguleiðir, skemmtileg söfn og talandi um fegurðina, en Húsavík er þekkt fyrir að hafa alið upp nokkra Rokkhunda og má þar nefna: Skálmöld, Innvortis, Roð, Mont, Rotþróin, Svið, Tony The Pony og ekki má gleyma popp bandinu Greifunum.

Hljómsveitin Skálmöld kemur frá Húsavík

Eftir stutt stopp á Akureyri er haldið til Húsavíkur. Leiðin frá Akureyri er ótrúlega falleg og náttúruperlan í kring er mind blowing! Við komum inn í Húsavík og fyrsta sem kemur upp í hausinn á manni er hvað þetta er lítill og fallegur bær með fiskimannaþorps væbi! Húsin í miðbænum … já, svolítið skrítið að segja miðbænum því hann er svo agna smár, en húsin eru öll standandi meðfram höfninni og eru enn í sömu mynd en mörg þeirra eru búin að fá viðeigandi „makeover.“ Eftir smá leiðangur um bæinn leggjum við bílnum á stæðið fyrir utan Fosshótel en við tókum frekar hótel í þetta skiptið og mæli ég sannarlega með því. Við gengum inn á hótelið og það fyrsta sem maður sér er stór falleg móttaka, allt nýtt og herbergin öll með flatskjá og fallegum innréttingum lúxus hótel í alla staði og þjónustan til fyrirmyndar!

Fosshótelið á Húsavík er lúxus hótel sem allir ættu að kanna sem á leið norður!

Jónas Sig og Ritvélar Framtíðarinnar

Eftir langa keyrslu vildi maður fá sér gott að borða og safna upp orkunni sem fór í að keyra 477 km sem er um 7 klukkustundir með klukkutíma stoppi hér og þar var ekkert annað í stöðunni en að fá sér í gogginn á hótelinu enda matseðillinn mjög girnilegur og maturinn frábær! Eftir matinn fékk maður smá orku og var ekkert annað í stöðunni en að labba í „bæinn“ sem tók ekki nema um 3 mínútur. Þar hittum við engan annan en Jónas Sig og hljómsveitina hans Ritvélar Framtíðarinnar. Strákarnir áttu gigg um kvöldið á stað sem heitir Fjaran enda staðsettur við höfnina. Strákarnir voru nýbúnir í soundtékki og kom ekkert annað til greina en að kíkja á tónleikana um kvöldið! Tónleikarnir voru á þeim kvarða að maður vildi lifa þetta augnablik aftur og aftur en stemmningin var virkilega góð og staðurinn til fyrirmyndar og maður fékk smábæjar sveita rokkið beint í æð! Ef þið náið í framtíðinni að hitta á Jónas Sig í Fjörunni á Húsavík þá er málið að sleppa frekar spáni í það skiptið og taka Húsavík á þetta alla leið!

Strákarnir í Fjörunni á Húsavík

Við hjá Albumm.is mælum svo sannarlega með Rokk bænum Húsavík og gista á fallegu hóteli eins og Fosshóteli, skella sér á tónleika með Skálmöld eða Jónasi Sig, kíkja á söfn, fá sér gott að borða, skoða hvali og náttúruperlurnar þarna í kring. Það er falleg og góð minning sem maður mundi vilja endurvekja aftur og aftur!

Takk fyrir okkur!

Skrifaðu ummæli