ALBUMM.IS FRUMSÝNIR NÝTT MYNDBAND MEÐ BEEBEE AND THE BLUEBIRDS

0

Í dag frumsýnir Albumm.is nýtt myndband við lagið „Out of the dark“ með hljómsveitinni Beebee and the bluebirds. Lagið er nú í spilun á X-inu 977, en það er fyrsti singúllinn af væntanlegri plötu sveitarinnar. Eva Rut Hjaltadóttir tók upp myndbandið og Ásgeir Logi Axelsson klippti.

Bee Bee and the bluebirds eru: Brynhildur Oddsdóttir – Söngur og rafmagnsgítar, Tómas Jónsson Rhodes og Píanó, Brynjar Páll Björnsson Bassi, Ásmundur Jóhannsson trommur.

Hljómsveitin vinnur nú að annarri plötu sinni, sem væntanleg er snemma sumars en þau eru á leið í upptökur núna um páskana.

Næsta laugardagskvöld verða þau með tónleika á Dillon ásamt hljómsveitinni DALÍ og hefjast leikar kl 22.00 og standa fram til miðnættis.

Skrifaðu ummæli