ALBUMM FRUMSÝNIR NÝTT LAG OG MYNDBAND MEÐ HLJÓMSVEITINNI TRILOGIU

0

trilogia 2

Trilogia hefur sent frá sér lagið Dreams sem er annað lagið í bláa þríleiknum en hið fyrra, „Heartless,“ kom út á síðasta ári. Nafn hljómsveitarinnar er dregið af því að hún gefur út þríleiki, þrjú systralög sem tala að einhverju leyti saman og bera sama einkennislit.

trilogia

Trilogia var stofnuð árið 2014 og hana skipa Finnbjörn Benónýsson og Fríða Dís Guðmundsdóttir. Tvíeykið ver tíma sínum í hljóðveri þessa dagana þar sem Trilogia vinnur að þriðja lagi þríleiksins og öðru efni sem er væntanlegt.

Frábært lag hér á ferðinni, hækkið og njótið gott fólk!

Myndband: Trilogia.

Upptökur og eftirvinnsla: Þorsteinn Surmeli.

https://www.instagram.com/trilogiamusic/

Comments are closed.