ALBUMM FRUMSÝNIR MYNDBANDIÐ VIÐ LAGIÐ „IT´S GONNA BE ALRIGHT“ MEÐ MAJOR PINK

0

MAJOR DEILA

Hljómsveitin Major Pink hefur verið talsvert áberandi að undanförnu og hafa lög á borð við „One By One“ og „Take The Abuse“ vakið verðskuldaða athygli. Það síðarnefnda er titillag fyrstu smáskífu sveitarinnar sem leit dagsins ljós fyrir skömmu en lagið er samið af Gunnari Inga forsprakka Major Pink og Barða Jóhannsyni sem allir þekkja úr hljómsveitunum Bang Gang og Starwalker en Barði einnig útsetti og mixaði lagið.

major ppp

Í dag frumsýnir Albumm.is glænýtt myndband við lagið „It’s Gonna Be Alright“ en myndbandið hefur verið í vinnslu frá árinu 2014, en það er 23 Frames sem eiga heiðurinn af því. Virkilega glæsilegt myndband hér á ferðinni og óhætt er að segja að svona lagað hefur aldrei sést áður og ekki skemmir fyrir að lagið er frábært!

Major Pink.

Árið 2007 stofnuðu nokkrir fjórtán ára krakkar úr Grafarvogi hljómsveit og eftir miklar hugleiðingar var gefið henni nafnið Major Pink Disaster. Hljómsveitin spilaði einu sinni og ekki varð meira úr því. Fimm árum seinna, árið 2012, hittust tveir fyrrum meðlimir sveitarinnar, Gunnar Ingi og Daníel Guðnason og voru að ræða hugmynd sem Daníel fékk um að stofna nýja hljómsveit og nota gamla nafnið en að breyta því í Major Pink and the Disasters og búa sögu um persónuna Major Pink sem er geðveikur hermaður í þriðju heimsstyrjöldinni þar sem heimurinn liggur í rústum eftir kjarnorkustríð.

MAJOR PINK 2

Í tvö ár var unnið að sögu, samið lög og skipt um nafn í þriðja sinn og var það Major Pink and the Dysfunctionals. Árið 2014 ákvað dúóið að skrá sig í Músiktilraunir. Vandamálið var aðeins eitt, það var engin hljómsveit og Major Pink harðneitar að nota upptökur á tónleikum. Þeir fengu þá til liðs með sér gítarleikarann Stefán Þormar, bassaleikarann Snorra Örn Arnarson og trommuleikarann Georg Inga Kulp og var Hrafnhildur Magnea að bætast í hópinn. Í mánuð var æft stíft en hljómsveitin komst því miður ekki í úrslit Músiktilrauna. Sagan endar þó ekki þar.

Eftir Músiktilraunir var skipt um nafn í síðasta sinn og heita þeir í dag Major Pink. Hljómsveitin fékk til liðs með sér Barða Jóhannsson, úr Bang Gang og Starwalker, og sér hann um upptökur og hljóðblöndun fyrir drengina. Nokkrum mánuðum eftir Músiktilraunir, í Ágúst 2014, var gefið út fyrsta lagið, „Hope,“ sem fór fljótt á vinsældarlista og hélst þar í nokkrar vikur. Gunnar og Daníel voru fljótir að hjóla í næsta lag með Barða og í Október sama ár var lagið „It’s Gonna Be Alright“ gefið út og rataði það einnig á vinsældarlista snögglega.

MAJOR PINK 3

Eftir nokkra tónleika var hljómsveitin lögð í dvala þar sem nú var kominn tími til að vinna að plötu og var það mikið af efni til að vinna úr. Það var ekki fyrr en í Janúar 2016 sem þriðja lagið, „One By One,“ leit dagsins ljós. Mikið hefur verið að gera hjá hljómsveitinni síðan þá, fyrir utan tónleikar aðrahverja helgi, meðal annars var Major Pink að vinna í samstarfi við 23 Frames myndband sem gert er í ljósritunarvél og tók næstum því tvö ár að vinna. Einnig var hljómsveitin að gefa út sína fyrstu EP plötu sem fékk nafnið Take the Abuse og inniheldur fimm lög. Sú plata var gefin út á CD og einnig 12″ vínyl. Á sama tíma var gefin út fjórði singullinn sem er samnefndur plötunni, „Take the Abuse.“

Margt er enn ósagt um Major Pink, bæði úr fortíðinni og framtíðinni, bæði hljómsveitina og persónuna. Gunnar og Daníel sjá fyrir sér teiknimyndir og teiknimyndasögur, jafnvel drungalega söngleiki og bíómyndir og að sjálfsögðu hellingur af plötum.

Comments are closed.