ALBUMM.IS FORSPILAR LAGIÐ „THE FALL OF CONSTANTINOPLE“ MEÐ LA FONTAINE

0

lafontaine

Tónlistarmaðurinn La Fontaine er margt til lista lagt, en hann gerði meðal annars garðinn frægann með hljómsveitinni Shades Of Reykjavík. Undanfarið hefur kappinn verið að einblýna á Techno tónlist og er hann búsettur um þessar mundir í Danmörku.

voxnox_logo_clothing

La Fontaine er að senda frá sér sína fyrstu stuttskífu á vegum Þýsku plötuútgáfunnar Voxnox Records en hann er á mála hjá því skemmtilega fyrirtæki. Platan er væntanleg 4. Maí næstkomandi.

cover_lafontaine

Í dag forspilar Albumm.is lagið „The Fall Of Constantinople“ með Lafontaine en óhætt er að segja að lagið er virkilega gott og á svo sannarlega eftir að gera það gott á ófáum dansgólfum um ókomna tíð.

La Fontaine kemur fram á frábærri nýrri tónlistar og popp art hátíð í Berlín 16. Júlí næstkomandi sem nefnist Pop Up Art Festival. Þar koma fram fjöldinn allur af Íslenku listafólki og óhætt er að segja að hátíðin er hin glæsilegasta.

http://www.voxnoxrecords.com/

Comments are closed.