ALBUMM.IS FAGNAR FJÖGURRA ÁRA AFMÆLI: „Mjög margt spennandi framundan”

0

Albumm.is hóf göngu sína 23. Október árið 2014 og fagnar því í dag fjögurra ára afmæli sínu! Síðan hefur Albumm kappkostað við að fjalla um Íslenska tónlist og menningu og er í dag stærsti einkarekni miðill landsins! Þessi fjögur ár hafa verið virkilega lærdómsrík. Mikil vinna og metnaður hefur farið í að að gera miðilinn sem allra flottasta og er Albumm alltaf með puttann á púlsinum!

„Albumm.is er rétt að byrja og  hlakkar okkur mikið til að takast á við komandi verkefni.“ – Starfsfólk Albumm.is

Árið 2016 leiddu Visir.is og Albumm.is saman krafta sína og hófu samstarf sín á milli sem mun stækka töluvert á næstu misserum. Margar spennandi breytingar eru framundan hjá Albumm og má segja að miðillinn mun stækka all mikið á næstu mánuðum.

Á næstu vikum opnar Albumm með breyttu útliti og örlitlum áherslu breytingum þó svo að íslensk tónlist verður alltaf meginpartur umfjöllunarefnisins. Albumm er einnig að teygja anga sína á erlendra grundu en sagt verður nánar frá því á næstunni.

Skrifaðu ummæli