ALBUMM EXCLUSIVE DJ MIX / KANILSNÆLDURNAR

0

kanil albumm

Lovísa Arnardóttir og Sigrún Skaftadóttir mynda plötusnúðatvíeykið Kanilsnældurnar. Lovísa og Sigrún hafa verið iðnar við spilamennsku og hafa þær spilað á heitustu klúbbum Íslands og víðar. Kanilsnældurnar spila djúpa hús tónlist og þeim finnst fátt skemmtilegra en að koma fólki í dansskónna.

Kanilsnældurnar skelltu í eitt Albumm Exclusive Dj Mix og svöruðu nokkrum spurningum í leiðinni.


Hvenær og hvernig byrjaði áhugi ykkar á að plötusnúðast?

Við byrjuðum að spila 2011 þegar nokkir vinir okkar tóku sig saman og stofnuðu Kanil. Okkur fannst ekki ganga að engar stelpur væru í hópnum og þeir hvöttu okkur til að prófa sjálfar að spila. Við fengum crash course í græjunum eina kvöldstund og hentum okkur svo upp á svið á fyrsta Kanilkvöldinu á Faktorý.

Eftir það var ekki aftur snúið. Við spiluðum eftir það til að byrja með aðeins á Kanilkvöldunum en fljótlega var farið að bóka okkur á ýmsa skemmtistaði.

Hvað er það sem heillar ykkur við að vera plötusnúður?

Það sem heillar okkur við að vera plötusnúður er að geta skapað stemningu, ná heilu herbergi með okkur í nokkura klukkustunda ferðalag, að láta fólki líða vel í gegnum tónlist og að fá það til að dansa.

kanil2

Hvernig tónlist spilið þið og hvernig græjur notið þið?

Við spilum house og techno. Mikið af house með vókal, kannski eitthvað sem er pínu sexí og djúpt. Við höfum verið að færa okkur aðeins nær teknóinu með árunum en finnst voða gaman að taka lounge gigg líka þar sem við erum í meira diskókenndu house-i.

Við spilum núna á Traktor S2 með tölvu. Okkur finnst samt voða gaman að fá að komast í annað og langar að uppfæra í cdj-a eða sl-a. Það gerist vonandi á næsta ári.

Hvar er skemmtilegast að spila og hvað er eftirminnilegasta giggið?

Það er skemmtilegast að spila fyrir fólk sem er komið til að hlusta á það sem þú ert að spila, fyrir fólk sem er tilbúið að gefa því tækifæri og koma með í ferðalagið sem þú ert að bjóða upp á. Það er ansi skemmtilegt líka að spila á tónlistarhátíðum. Sónar festival núna í febrúar er bókað skemmtilegasta gigg sem við höfum spilað.

Eftirminnilegasta giggið er eflaust að klára kvöldið á ÁramótaKanil 2012. Við vorum tiltölulega nýbyrjaðar að spila, húsið fullt og það small allt saman.

´kanil

Hver er sagan á bakvið nafnið Kanilsnældurnar og hvað er framundan hjá ykkur?

Við byrjuðum að spila með Kanil-hópnum árið 2011 og nafnið var eiginlega bara afleiðing þess. Við töluðum alltaf um strákana sem kanilsnúða og við urðum þá Kanilsnældur. Það hefur reynst okkur vel og fólki finnst það yfirleitt skemmtilegt. Það er sérstaklega skemmtilegt að útskýra orðaleikinn fyrir útlendingum, að snælda sé kvenkyns snúður. Þegar Laura Jones kom til landsins að spila stakk hún einmitt upp á því að við kölluðum okkur Cinnamonettes á ensku.  Okkur finnst samt Kanilsnældur bara virka vel eins og er!

Framundan er að halda áfram í útvarpinu á FM Xtra. Þar sjáum við um útvarpsþátt undir nafninu Affair alla fimmtudaga 19-21. Við erum eins og er bara með eitt gigg bókað í lok desember – en það er mega gigg. Við megum því miður ekki segja frá því alveg strax, en það verður vonandi tilkynnt í næstu viku! Fylgist endilega með okkur á Facebook.

Albumm Exclusive Dj Mix / Kanilsnældurnar by Albummis on Mixcloud

Comments are closed.