ALBUMM EXCLUSIVE DJ MIX / DJ ELVAR

0
elvar 2

Ljósmynd: Ómar Sverrisson

Elvar Ingi Helgason eða Dj Elvar eins og hann kallar sig er einn fremsti plötusnúður landsins en hann skellti í eitt Albumm exclusive Dj mix. Elvar er hluti af Dj krúinu RVK Soundsystem, en er einnig þekktur fyrir að spila Drum N´ Bass tónlist. Alltaf er magnað stuð þar sem kappinn kemur fram og hann nær að halda mannskapnum á tánum frá fyrstu nótu. Dj Elvar spilar á fyrstu tónleikum sem Albumm.is heldur í samstarfi við Iceland Winter Games en tónleikarnir fara fram í Sjallanum á Akureyri 1 og 2 Apríl næstkomandi. Elvar kom í stutt spjall við Albumm og sagði hann okkur frá mixinu og við hverju má búast á tónleikunum 1 . Apríl svo fátt sé nefnt.


Hvenær byrjaðir þú að plötusnúðast og hvernig kom sá áhugi til?

Ég byrjaði að spila Drum & Bass á skólaböllum fyrir óþægilega mörgum árum síðan. Svo tóku við gigg á skemmtistöðum miðbæjarins, en eftir að ég færði mig yfir í reggae tónlistina fór ég að halda mín eigin kvöld mánaðarlega undir formerkjum RVK Soundsystem og er búinn að vera að gera það síðastliðin 5-6 ár með þeim DJ Kára, Gnúsa Yones, Cyppie, Teit, Arnljót og Kalla Youze. Mér finnst svolítið erfitt að segja til um hvenær áhuginn kviknaði, en frá því að ég man eftir mér hef ég alltaf haft mikla ástríðu fyrir tónlist og það mætti kanski segja að tónlistaráhuginn hafi leitt mig út í þetta.

Hvernig tónlist spilar þú og hvað gerir gott gigg?

Síðan ég fór að einbeita mér að starfsemi RVK Soundsystem þá hefur reggae tónlistin verið í fyrirrúmi. Ég hallast þá meira í áttina að roots/dub stíl en það er alltaf mjög stutt í dancehall gírinn þegar ég er kominn í stuð. Ég hef þó alls ekki sagt mig slitið frá Drum & Bass tónlistinni og spila hana reglulega með RVK DNB hópnum, þeim Agzilla og Plastmic. Þessar tvær ólíku en þó tengdu tónlistarstefnur eiga stóran hlut í mínu lífi og er erfitt að velja á milli þeirra. Ég myndi segja að gott bassagrúv og fjölbreytt lagaval sé lykillinn við að fá fólkið til að dansa, og þegar fólkið dansar þá er giggið gott!

elvar 1

Hvernig græjur notar þú þegar þú spilar?

Sjálfur nota ég Rane TTM 57SL mixer með innbyggðu Serato og SL-1200 plötuspilara. En þegar ég spila með RVK Soundsystem þá nota ég Rane Sixty-Eight mixerinn.

Þú ert að spila á Sjallanum á Akureyri 2. Apríl næstkomandi, við hverju má fólk búast og á ekki að trylla líðinn?

Ég ætla að sjá hvernig stuði fólkið er í og reyna að vinna með stemminguna. Ég býst fastlega við að ég reyni að fara víðan völlinn í reggeae, dancehall og dub tónum, bæði gamalt í bland við nýtt. Það er eins gott að skóbúnaður fólks á dansgólfinu verði í toppstandi því við gerum allt tryllt! Þetta verður stuð!

Hvað er framundan hjá þér?

Fyrir utan giggið á AK, þá er það fastakvöld RVK Soundsystem á Paloma þann 9. apríl. Við verðum á efri hæðinni og hvet ég alla reggae lovers til að mæta í banastuði!

Hér fyrir neðan má sjá lagalistann á mixinu:

 1. Hempress Sativa – Rock It Ina Dance
 2. Nicodemus – Five A Dem Trax
 3. Don Carlos – Jonnie Big Mouth
 4. Sugar Minott – Dance Hall Style
 5. Cali P – Guiding Shield
 6. Latty J – Clean Heart
 7. Little Krik – Screechy Across The Border
 8. Nicodemus – Mi Nu Rump
 9. Wayne Smith – Icky All Over
 10. RVK Soundsystem – Formaðurinn
 11. Lady Ann – Informer (Murderer)
 12. Patrick Andy – Life In Jailhouse No Nice
 13. Midnight Riders – Clash In A Rhythm
 14. Exco Levi – Reggae Calling
 15. Ce’Cile – Necessary
 16. Micah Shemaiah – Dread At The Control
 17. Lone Ranger – DJ Vibes
 18. Johnny Osborne – No Lollipop No Sweet So
 19. Ras Demo – Feel The Vibes
 20. Sara Lugo – Criminal (Feat. Rory Stone Love)
 21. Wayne Marshall – I Know
 22. Eccleton Jarrett – Turn On The Heat
 23. Noel Ellis – Dance With Me
 24. Ojba Rasta – Einhvernveginn Svona (RVK Sound „Kingston Town“ Mashup)
 25. Alborosie – Kingston Town
 26. Dre Island – Uptown Downtown
 27. Sister Nancy – Bam Bam
 28. Melloquence, Mykal Rose & Cutty Rank – Hot Wata

Hér má sjá viðburð tónleikanna: https://www.facebook.com/events/1704112379828388/

Hægt er að skoða dagskrá Iceland Winter Games hér: http://www.icelandwintergames.com/

Miðasala á Tix.is.

Sjáumst í Sjallanum gott fólk!

Frábært Dj mix hér á ferðinni sem á án efa eftir að ylja mörgum um hjartarætur um ókomna tíð!

Comments are closed.