„ÁKVAÐ AÐ TAKA WOODY ALLEN Á ÞETTA“

0

Sif Baldursdóttir var að senda frá sér sýna fyrstu EP plötu sem nefnist Undressed, ásamt plötunni var hún einnig að senda frá sér sitt fyrsta myndband við lagið „Fist“. Sif sá um allt sjálf en Villi Skúli Vilhjálmsson sá um masteringu og mix.

Coverið á plötunni Undressed.

Sif er 22 ára tónlistarkona sem hefur alltaf haft tónlistarsköpun í sér. Hún hefur gert heilan helling af lögum en lítið gefið út, eins og hún segir sjálf þá er það aðallega vegna þess að fullkomnunaráráttan er svo mikil þegar það kemur að því að sýna einhverjum hvað hún hefur skapað.

„Ég ákvað að taka Woody Allen á þetta núna, ss. gefa út fullt og svo hlýtur eitthvað að því að höfða til einhvers. Hvatning til tónlistarsköpunar minnar kemur þegar byrjar að myrkra á Íslandi. Það er eitthvað við það.“

Þema plötunnar er „ófullkomnun,“ en Sif segir að hún er líklegast að fara á móti „reglum“ um hvernig lag skal vera búið til, en hún tók t.d. upp sumar raddir á litla micnum á apple tölvunni sinni.

„Plötuna horfi ég á sem einskonar sögu eða langt lag. Platan er tengd geimnum, með 80’s touch. Það sem einkennir plötuna er að í lögunum er í raun enginn texti. Allar upptökur eru „first take“ og þetta gerist líklegast vegna þess að þegar ég hlusta á tónlist sjálf þá heyri ég oftast aðeins hljómana í laginu og það getur látið mig finna fyrir alls kyns tilfinningum.“

Sif sér sig gefa út miklu meira í nánustu framtíð og margt ólíkt, en hún segist geta séð fyrir sér næstu plötu sem alveg acoustic með kassagítarinn.

Skrifaðu ummæli