ÁKVAÐ AÐ TAKA MÉR LISTAMANNSNAFNIÐ „KLAKI“

0

Tónlistarmaðurinn Gísli Brynjarsson eða Klaki eins og hann kallar sig var að senda frá sér glænýtt lag sem ber heitið „Water To Wine.” Klaki var áður meðlimur hljómsveitarinnar Toneron en í byrjun Maí byrjaði hann að starfa undir nafninu Klaki.

Albumm.is náði tali af kappanum og svarði hann nokkrum skemmtilegum spurningum!


Hvenær byrjaðir þú að starfa undir nafninu Klaki og hvernig kom það til?

Í byrjun maí á þessu ári byrjaði ég að starfa undir nafninu Klaki. Ég var í tveggja manna electroníska rockbandinu Toneron sem nú er hætt þar sem trommarinn Sindri Ágústsson og ég ákváðum saman að það ætti að taka enda. Út frá þeirri ákvörðun ákvað ég að taka mér listamannsnafnið „Klaki” og byrja minn sóló feril.

Hvernig tónlist semur þú og hvaðan færðu þinn helsta innblástur?

Aðalega sem ég Electronískt rock/popp. Ég leitast helst eftir að búa til stóran áhrifaríkan hljóðheim sem aðrir geta tengt meðal annars með tilfinningum og jafnvel minningum. Ég stefni alltaf á að reyna að skapa upplifun.

Innblástur fæ ég mikið úr umhverfinu þar sem ég er það lánsamur að búa við sjóinn. Helstu áhrifavaldar tónlistarlega séð eru líklega þá m.a. Daft Punk, Muse, Gorillaz og Woodkid

Er „Water to Wine“ búið að vera lengi í vinnslu?

Ekki svo, man ekki tímarammann alveg þó. Ég bjó til grunninn af laginu fyrir svolitlu síðan en ég læt það fá sinn tíma til að mótast með að vinna í því við og við. Svo þegar ég varð sáttur með það í heild sinni ákvað ég að það væri tilbúið.

Hvernig mundir þú lýsa tónlistinni þinni í þremur orðum?

Stór, fjölbreytt og einlæg.

Á að herja á landsmenn með spilamennsku og eitthvað að lokum?

Það er klárt mál að ég mun reyna að vera mjög virkur að spila á komandi vikum. Einnig þar sem ég er að fara gefa út minn fyrsta EP undir nafninu Klaki þann 16. Júní.

Skrifaðu ummæli