AKUREYSKI HIP HOP TÓNLISTARMAÐURINN STEFÁN ELÍ MEÐ NÝTT LAG

0

Akureyski hip-hop tónlistarmaðurinn Stefán Elí hefur sent frá sér nýtt lag sem ber heitið „Bara Með Þér“ Þetta er annað lagið sem Stefán Elí gerir á íslensku en fram að þessu hefur hann aðallega sungið á ensku.

Sem fyrr semur Stefán Elí bæði lag og texta, auk þess að sjá um allan hljóðfæraleik og upptökur. Haukur Pálmason hljóðblandaði og masteraði.   

Lagið er fáanlegt á helstu streymisveitum, svo sem Spotify og Apple Music.

Skrifaðu ummæli