AKUREYRÍSKI RAPPARINN MCMG SENDIR FRÁ SÉR NÝTT LAG OG MYNDBAND

0

Guðmundur Sverrisson eða MCMG eins og hann kallar sig er tvítugur og kemur frá Akureyri, en kappinn var að senda frá sér lag og myndband sem nefnist „Alright.“ Lagið er gefið út af Ideal Records sem Guðmundur rekur ásamt vinum sínum.

„Ég og félagar mínir sem reka með mér hljóðverið Ideal Records, erum að vinna í heilum helling af tónlist sem kemur út núna á næstu mánuðum.“ – Guðmundur

Guðmundur hefur verið að vinna í laginu Alright í 9 mánuði ásamt B-Leo og Swede úr 808 Mafia. Þorbergur Erlendsson sá um gerð myndbandsins.

Skrifaðu ummæli