AKUREYRINGAR TAKA VEL Í HJÓLABRETTIN

0

Albumm.is og Mold Skateboards hafa staðið að hjólabrettanámskeiðum fyrir krakka í Reykjavík í um tvö ár og hafa þau slegið rækilega í gegn! Mörg hundruð krakkar hafa sótt þetta stórskemmtilega námskeið og ekkert lát virðist vera á vinsældum þeirra.

Dagana 27 – 29 Júní var haldið norður og skellt var upp hjólabrettanámskeiði á Akureyri og var það gert í samstarfi við Sjoppuna Vöruhús, Listasumar AkureyrarBílaleigu Akureyrar / Europe car og Geimstofuna. Aðsóknin á námskeiðið var vonum framar en rétt tæplega þrjátíu krakkar sóttu námskeðið og mátti sjá bros úr hverju andliti.

„Þetta var alveg stórkostlegt í alla staði og krakkarnir virkilega skemmtilegir og dugleg að læra. Einnig voru foreldrarnir frábærir og þetti hefði ekki getað farið betur.“ – Steinar Fjeldsted / einn af kennurum á námskeiðinu.

Það er greinilegt að hjólabretti er afar vinsælt um þessar mundir enda ekki annað hægt þar sem þetta er stórskemmtilegt.

„Að stunda hjólabretti er virkilega gott fyrir alla vegna þess að það ýtir undir sjálfstæði og kennir fólki að hugsa út fyrir kassann og vera meðvituð um umhverfi sitt. Hjólabretti er mjög félagslegt en viðkomandi verður að treysta 100% á sjálfan sig en það fallegasta við þetta að allir eru vinir, sá besti getur rúllað sér með algjörum byrjanda.“ – Steinar Fjeldsted.

Skráning er hafin á næsta námskeið sem fram fer í Reykjavík dagana: 10 – 14 Júní næstkomandi frá kl 09:00 – 10:30 og kostar 12.500 kr fyrir öll fimm skiptin. Námskeiðið fer svo fram á útisvæðinu hjá Fífunni í Kópavogi.  Einnig er fyrirhugað að halda norður aftur en það verður tilkynnt síðar, fylgist með!

Skráning er á albumm@albumm.is og í síma: 612-9150.

Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegar ljósmyndir frá hjólabrettanámskeiðinu á Akureyri!

Ljósmyndir: Almar Alfreðsson.

 

Skrifaðu ummæli