AKKÚRAT NÚNA ER ÉG Í GÓÐUM FÍLING AÐ SIPPA DR. PEPPER MEÐ HOMIES

0

Tónlistarmaðurinn KrisH var að senda frá sér brakandi ferskt lag sem ber heitið „Dr. Pepper.” Lagið er það fyrsta sem kappinn sendir frá sér í rúmt hálft ár en hann segist vera búin að „prógressa” og mynda betri karakter í hvernig tónlist hann vill gera!

„Ég vil að þeir sem hafa heyrt eitthvað frá mér áður sjái eitthvað mikið betra en þau sáu síðast og ég vil að þeir sem eru að sjá mig í fyrsta skipti fái gott first impression.“

KrisH er með nokkur önnur lög tilbúin og munu þau lýta dagsins ljós á næstuni en KrisH segir að þau eru öll á svipuðum nótum og „Dr. Pepper.”

„Sumir spyrja kanski „afhverju ertu að gera svona innihaldslausa texta,“ eða segja mér að gera lag um eitthvað sem „skiptir máli.“ Akkúrat núna er ég bara í góðum fíling að sippa Dr. Pepper með homies og gera tónlist!“

KrisH segist ekki þurfa að fara útskýra hvað lagið er um því það segir sig frekar sjálft! Kappinn segir að lögin komi til sín og hann semur um það sem hann er að hugsa hverju sinni!

Skrifaðu ummæli