AK EXTREME VERÐUR SVAKALEGT Í ÁR

0

eiki extreme

Snjóbrettahátíðin Ak Extreme er um næstu helgi á Akureyri og er undirbúningurinn í algjöru hámarki um þessar mundir. Hið víðfræga gámastökk er hápunktur hátíðarinnar en það var enginn annar en snjóbrettakappinn Eiki Helgason sem hreppti bikarinn í fyrra.

extreme 2

Dagskráin í ár er virkilega þétt og alls ekki af verri endanum en ásamt allskyns snjóbrettaviðburðum verða heljarinnar tónleikar í Sjallanum alla dagana.

Fimmtudaginn 7. Apríl eru það Dj Egill, Dj Flugvél Og Geimskip og Auður sem sjá um stuðið!

Föstudaginn 8. Apríl eru það Dj Bjössi, GKR, Sturla Atlas, Gísli Pálmi og Emmsé Gauti sem fara á kostum!

Laugardaginn 9. Apríl eru það Dj Balcony Boys, Aron Can, Agent Fresco, Kött Grá Pjé og Úlfur Úlfur sem kveikja í kofanum!

Ef þú hefur gaman að því að hafa gaman þá læturðu þetta ekki framhjá þér fara!

Hægt er að kaupa armband á viðburðinn á Tix.is

Hægt er að lesa nánar um Ak Extreme Hér.

Comments are closed.