Áhugasamir þurfa að sækja um tímanlega

0

Skráning í listasmiðjur LungA hefst á hádegi á morgun, 1. Maí og fer fram á Lunga.is. Smiðjurnar seljast yfirleitt upp á örfáum klukkustundum og því þurfa áhugasamir að sækja um tímanlega. Það er magnaður hópur sem kemur til Seyðisfjarðar í sumar til þess að stýra listasmiðjum LungA að þessu sinni.

Heimsþekkti video listamaðurinn Andrew Thomas Huang stýrir einni af vikulöngu smiðjum LungA sem ber nafnið Puppetry & Digital Video en hann hefur vakið gríðarlega athygli undanfarið, meðal annars fyrir tónlistarmyndbönd sín fyrir Thom Yorke, Sigurrós og Björk. Andrew hefur verið einn helsti samstarfsmaður Bjarkar síðustu ár, leikstýrt nokkrum myndböndum fyrir hana og átt mikinn þátt í þeim undraveröldum sem þar koma fyrir sjónir.

Tónlistarkonan Sóley verður einnig með námskeið á hátíðinni, ásamt leikstjóranum Dominque Gyðu undir heitinu Enter the Dream. Listakonan Samantha Shay stýrir smiðju á hátíðinni ásamt því að setja upp stóra sýningu með sviðslistahóp sínum.

LungA fer fram dagarna 15. – 22. Júlí og byggir á listasmiðjum, fyrirlestrum og sýningum. Hátíðin endar síðan með tveggja daga stórtónleikum þar sem Princess Nokia, Páll Óskar, Sykur, Soleima, Svala Björgvins og fleiri stíga á svið. Miðasala á tónleikana er hafin á tix.is .  

Skrifaðu ummæli