Áhorfendur eru hvattir til að mæta með opinn huga

0

Í dag fer fram verkið Ómur í Hofi á Akureyri en verkið er upplifun hljóðs og ljóss sem færir vitundina á stað einfaldleika, forvitni, innblásturs og sköpunar í eigin tilvist. Frjálst er að sitja, liggja eða standa meðan á sýningu verksins stendur. Áhorfendur eru hvattir til að mæta með opinn huga í möguleikarými Ómsins.

Arnbjörg Kristín er menntuð í grafískri hönnun, leiðsögn um íslenska náttúru, jóga og jógískum hljóðfræðum sem tengist að mestu leyti frumhljómum og heilandi hljómfalli sem færir hlustandann að upplifun handan hversdagslegra hugsana. Hún flytur lifandi hljóðupplifanir með heilandi tónum gongsins reglulega hér heima og erlendis og setur saman myndlist úr náttúruefnum.

Frímann Kjerúlf er myndlistarmaður að mennt, sem ákvað að halda á braut eðlisfræðinnar þar sem hann einbeitti sér að ljósrænni eðlisfræði. Tilgangur þessa var að sameina ljósfræði og listir í leit að listrænum innblæstri úr heimi vísindanna.

Herlegheitin byrja stundvíslega kl 19:00 og kostar litlar.

Hér fyrir neðan má sjá verkið Söngur Ljóssins eftir Frímann Kjerúlf.

Skrifaðu ummæli