AGZILLA SENDIR FRÁ SÉR REMIX AF LAGINU „BAK VIÐ AUGNLOKIN“

0

AGZILLA 2

Tónlistarmaðurinn og arkítektinn Agnar Agnarsson eða Agzilla eins og margir þekkja hann hefur komið víða við á viðburðaríkum ferli. Agzilla er einn helsti Drum ´N Bass tónlistarmaður okkar Íslendinga en hann er frumkvöðull þegar kemur að þeirri senu. Það má segja að kappinn hafi komið með Street Wear til landsins en hann átti og rak goðsagnakenndu plötu og fatabúðina Undirgöngin.

Þótt Drum ´N Bass tónlist sé hanns aðal merki hefur kappinn verið að gera allskonar tónlist í gegnum tíðina og unnið með listamönnum eins og Goldie og nú Ojba Rasta.

AGZILLA

Agzilla var að senda frá sér remix af Ojba Rasta laginu „Bak Við Augnlokin“ og útkoman er vægast sagt frábær. Dub blandast við dimma tóna og útkoman verður einskonar trippað ferðalag um heim hugsjónarmannsins.

Frábært remix af frábærri hljómsveit frá meistara Agzilla!

Comments are closed.