AGZILLA OG YAMAHO SNÚA BÖKUM SAMAN

0

Agzilla og Yamaho trylla lýðinn á Paloma í kvöld!

Lifandi goðsögnin Agnar Agnarsson eða Agzilla og Techno drottningin Natalie Gunnarsdóttir eða Yamaho ætla að leiða saman hesta sína á skemmtistaðnum Paloma í kvöld! Agzilla hefur verið einn helsti plötusnúður landsins svo árum skiptir og segja má að hann hafi verið flaggberi Drum N Bass tónlistarinnar á Íslandi ásamt svo ótal mörgu öðru! Yamaho hefur tryllt dansgólfin eins og henni einni er lagið en hvert sem hún fer má búast við svita, gleði og dúndrandi bassa!

Agzilla og Yamaho taka svokallað B2B (back to back) dj sett og þegar um ræðir reynslubolta eins og þau tvö getur ekkert klikkað. Í kvöld verður matreitt Takfast Techno og House ofan í gesti þannig við mælum með að fólk taki með sér dansskónna!

Herlegheitin byrja stundvíslega kl 22:00 og kostar litlar 1.000 kr inn.

Skrifaðu ummæli