AGENT FRESCO Í SJÖTTA SÆTI ÞÝSKA MTV SMÁSKÍFU LISTANS

0

agent 3

Hljómsveitin Agent Fresco hefur verið að gera það heldur betur gott að undanförnu en sveitin er búin að vera á stanslausu flakki að undanförnu. Drengirnir hafa verið á hljómleikaferðalagi nú í Desember og hafa þeir meðal annars spilað í Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og Helsingi svo fátt sé nefnt.

agent 2

Ferðalagið heldur áfram strax eftir áramót en þá fer sveitin á tónleikaferðalag um Evrópu með hljómsveitunum Coheed And Cambria og Lantlos.

agent fresco

Agent Fresco hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir tónlist sína og sviðsframkomu, svo mikið að lagið „Wait For Me“ situr nú í sjötta sæti Þýska MTV smáskífu listans (German MTV single charts) þetta er glæsilegur árangur og það er greinilegt að kapparnir eru á hraðri uppleið og gaman verður að fylgjast með þeim á nýju ári.

Comments are closed.