AGE OF WOE LJÚKA TÓNLEIKAFERÐ SINNI Á ÍSLANDI / ANGIST, AUÐN O.FL

0
age of woe1

Age Of Woe

Helgina 10. – 11. júní mun sænska hljómsveitin Age of Woe klára Inhumanform tónleikaferð sína um Evrópu á Íslandi. Sveitin hefur farið vítt og breitt um Evrópu til þess að kynna plötuna við frábærar undirtektir. Eins og áður sagði eru þetta lokatónleikar Inhumanform plötunnar en sveitin hyggur á útgáfu nýrrar plötu í ár og mun því leika nýtt efni í bland.

angist

Hljómsveitin Angist hefur verið í næstum því tveggja ára pásu frá tónleikum og eru því verulega spennt að stíga á svið. Angist verður Age of Woe til halds og trausts á báðum tónleikunum en böndin spiluðu saman árið 2014 á portúgölsku tónlistarhátíðinni SWR Barroselas og bundust þar miklum vinaböndum. Þess má geta að Edda (Angist) syngur gestarödd í lagi á komandi plötu Age of Woe og er Gyða (Angist) nýkomin af tveggja vikna Evróputúr með Age of Woe þar sem hún fyllti í skarð annars gítarleikarans sem komst ekki með í tónleikaferðina. Þessi Íslandstúr hefur staðið lengi til og eru því báðar sveitirnar verulega spenntar að þessi ferð sé loksins að verða að veruleika. Angist mun einnig spila nýtt efni af komandi plötu sveitarinnar.

angist 1

Angist

Sveitirnar munu spila tvenna tónleika saman á Íslandi. Fyrri tónleikarnir verða haldnir á Gauknum þann 10. júní. Þar munu dauðarokkararnir í Narthraal og sigurvegarar Wacken Metal Battle í ár, Auðn vera með í fjörinu.

Laugardaginn 11. júní þótti okkur tilvalinn til þess að skunda í roadtrip og verða tónleikar á Selfossi í félagsmiðstöðinni Pakkhúsið. Þar munu Selfyssingarnir Gasoline Spills spila rokk og Future Figment sem voru nýlega að gefa út plötu sjá um að trylla lýðinn með okkur.

Föstudagur 10. Júní.

Gaukurinn.

Húsið opnar kl 21:00 og kostar litlar 2.000 kr inn. Tuttugu ára aldurstakmark.

Fram koma:

Age of Woe, Angist, Auðn og Narthraal.

Laugardagur 11. Júní.

Pakkhúsið (Austurvegur 2, Selfoss)
Húsið opnar kl 19:00, og kostar aðeins 500 kr inn og eru tónleikarnir fyrir alla aldurshópa.

Fram koma:

Age of Woe, Angist, Future Figment og Gasoline Spills.

Comments are closed.