AFSLAPPAÐ SAMSTARF Á GRÆNLANDI

0

Hljómsveitin Stereo Hypnosis og tónlistarmaðurinn Futuregrapher lögðu leið sína til Grænlands í vetur og úr spratt samstarf! Pan Thorarensen, Oskar Thorarensen, Þorkell Atlason (Stereo Hypnosis) og Árni Grétar (Futuregrapher) tóku upp plötuna Toqqissivoq í  Sisimiut á Grænlandi í Apríl mánuði og voru öll herlegheitin tekin upp í einni töku!

Nafn plötunnar merkir að vera rólegur á grænlensku og fangar það nákvæmlega tilfinninguna sem átti sér stað við gerð plötunnar. Toqqissivoq er hreint út sagt stórkostleg og gerir það að verkum að hlustandinn hverfur inn í annan heim, alls ekki slæmt í smástund!

Hægt er að versla plötuna á Mollerrecords.com

Skrifaðu ummæli