AFRÓ, LATIN, CUBAN OG KOKTEILAR Á EL SANTO

0

Veitingastaðurinn El Santo heldur heljarinnar partý í tilefni glænýs kokteilaseðils! Herlegheitin fara fram á morgun 30. mars milli kl. 19.00 og 21.00, en þá ætla barþjónar El Santo að töfra fram alla kokteila seðilsins í boði hússins ásamt léttum veitingum.

Frá kl. 21.00 – 01.00 verða svo frábær tilboð á barnum ásamt tónlistarveislu! Auk þessa verða Tequila sérfræðingar á svæðinu sem í samstarfi við El Santo ætla að kynna fyrir Íslendingum eitt vinsælasta Tequila í heiminum í dag.

Dj Lucky, einnig þekktur sem King Lucky, er plötusnúðanafn Ingvars Geirssonar eiganda plötubúðarinnar Lucky Records. Gestir búðarinnar þekkja Ingvar sem góðlátan fýr með einstakt viðmót sem gott er heim að sækja en fagrir tónar eru aldrei langt undan þegar King Lucky er annars vegar

Samúel J. Samúelsson eða Sammi í Jagúar blæs í lúðra, stýrir stórsveitum og slær drumbum í takt við fönkí þjóðarsál. Engum hefur leynst það ástfóstur sem Samúel J. hefur tekið við brasilíska þjóð og tóna hennar, að ógleymdu töfrandi tónflæði nígerska fönkfyrirrennara hans, Fela Kuti.

Vinir El Santo mega búast við afró/latin/cuban bræðingi frá þeim félögum, sem skilur engan eftir ósnortinn.

 

Skrifaðu ummæli