Afmælis- og útgáfutónleikar 15. nóvember í Háskólabíó með frábærum gestum

0

 

Tónlistarmaðurinn Magnús Þór Sigmundsson varð 70 ára þann 28. ágúst síðastliðinn. Hann ætlar að halda upp á þann áfanga með afmælistónleikum 15. nóvember sem jafnframt verða útgáfutónleikar á nýrri plötu sem hann vann með hljómsveitinni Árstíðum.

Tónleikarnir verða stórviðburður þar sem Magnús fær til sín frábært tónlistarfólk sem hefur sungið lögin hans inn í hjörtu þjóðarinnar, en þar má nefna Pál Óskar, Ragnheiði Gröndal, Sverrir Bergmann, Jóhann Helgason, dóttur hans Þórunni Antoníu, Jónas Sig, Fjallabræður og hljómsveit skipuð mönnum úr fremstu röð. Auk þess verður hljómsveitin Árstíðir þarna og mun Magnús spila með þeim 5 lög af nýrri plötu, en að öðru leiti verður efnisskráin samsett af lögum sem allir þekkja og flestir elska.

Magnús Þór er einn afkastamesti laga- og textahöfundur sem Ísland hefur af sér getið og sem dæmi um lög og/eða texta sem hann hefur samið þá má nefna Ísland er land þitt, Ást, Ást við fyrstu sýn, Þú átt mig ein, texta við þjóðhátíðarlögin tvö sem Sverrir Bergmann söng, Álfar, Freyja og svona mætti lengi lengi telja. Fyrir utan það að hann er stöðugt að skapa nýja tónlist og eins og áður sagði er hann að gefa út nýja plötu nú á haustmánuðum með hljómsveitinni Árstíðum.

Miðasala á afmælistónleikana er hafin á midi.is

Viðburður á Facebook

Skrifaðu ummæli