AF PAKKI OG PARTÍROKKI Í LOS ANGELES

0

Hljómsveitin Atomstation sendir frá sér glænýtt lag af væntanlegri breiðskífu sinni BASH. Lagið nefnist „When in Rome” og fellur vel inn í tónlistarstíl plötunnar sem sveitin skilgreinir sem „partírokk.“ Lagið er þegar fáanlegt á helstu tónlistarveitum á borð við itunes og Spotify.

„Lagið fjallar í raun bara um gengdarlaust partí og það hömluleysi sem á það til að grípa mann í góðu stuði á góðu djammi – þessa „fokk it“ -tilfinningu sem verður allsráðandi um leið og maður kveður skynsemina og gagnsemi morgundagsins.“ – Atomstation

Textinn er saminn í Los Angeles á því tímabili sem platan var tekin upp. Meðlimir sveitarinnar segja að Kalifornía er talsvert annar heimur en margir þekkja, þá sérstaklega Los Angeles.

„við hittum á allskonar skemmtilegt lið sem kryddaði ferðina og tilveruna. Allt frá bransatengdum kynskiptingi með fulla vasa af kókaíni sem ætlaði að gera okkur fræga í Ameríku, yfir í gamla kínverska konu sem sat á litlum barna plaststól fyrir utan stúdíóið alla daga allan daginn og sagði aldrei neitt eða sýndi nokkur svipbrigði. svo ekki sé minnst á Tinder-veiðina.“Atomstation

When in Rome kemur út í kjölfar lagsins Ravens of Speed sem hljómaði í viðtækjum landsmanna í sumar við góðar undirtektir og spókaði sig á helstu vinsældalistum útvarpsstöðva. Upptökur fóru fram í Cassette Recordings hljóðverinu í Los Angeles fyrr á árinu undir handleiðslu Scott Hackwith, fyrrum upptökustjóra the Ramones. Hljóðblöndun fór fram í Studio Reflex í Berlín.

Næst má berja sveitina augum á sviði á Gauknum 12. Október og á Hard Rock 13. Október.

Skrifaðu ummæli