Ævintýralegir tónar og þræl-skemmtilegur texti

0

„Who are you?“ er fyrsta lagið sem gefið er út af væntanlegum samnefndum hljómdiski frá Akureyrsku tónlistarkonunni Fnjósk (Bjarney Anna Jóhannesdóttir). Áður hefur hún gefið út diskinn Rat Manicure undir listamannsnafninu Sockface. Lög, textar, söngur og stór hluti hljóðfæraleiks er í höndum hennar sjálfrar en að auki nýtur hún krafta frábærra hljóðfæraleikara og tæknigúrúa.

Fyrst skal nefna Kristján Edelstein sem hefur veg og vanda af upptöku auk þess að leika á fjölda hljóðfæra og útsetja lögin í samvinnu við listamanninn. Ragnar Ólafsson plokkar svo bassann af stakri snilld! Síðast en ekki síst þá var hljóðblöndun og Mastering í höndum Styrmis Haukssonar.

Útgáfan var fjármögnuð með hópsöfnun á Karolinafund. Stefnt er að útgáfu disksins á vormánuðum en hann mun innihalda lagið Who are you? ásamt sjö öðrum lögum.

Skrifaðu ummæli