ÆTLAÐI AÐ TAKA SÉR PÁSU FRÁ TÓNLISTINNI EN TÓKST EKKI!

0

Tónlistarmaðurinn og leikarinn G.Marís eða Gunnar Marís eins og hann Heitir réttu nafni var að senda frá sér brakandi ferskt lag og myndband sem ber heitið „I like what youre doing to me.“ G.Marís er enginn nýgræðingur þegar kemur að tónlist en hann hefur sent frá sér tvær rappplötur í fullri lengd!

Kappinn ákvað að taka sér pásu frá rappinu en leiklistaráhuginn var farinn að banka upp á! G.Marís útskrifaðist frá Kvikmyndaskóla Íslands og síðan þá hefur hann leikið smá en góð hlutverk. Nýlega landaði hann sýnu fyrsta stóra hlutverki í íslenskri kvikmynd sem heitir Eden og kemur út 2017/2018.

Umrætt lag er einskonar ábreiða frá hljómsveitinni Young and company en laginu má lýsa sem ljúfu húsi með diskó ívafi.

„Ég fékk innblástur frá móður minni því hún var og er algjör diskó drottning! Þetta gladdi hana mjög mikið og það er fyrir öllu.“ G.Marís.

Óhætt er að segja að hér sé mikill hæfileikabolti á ferðinni en að hans sögn er hann í blússandi gír um þessar mundir. Von er á meira efni frá kappanum og bíðum við spennt eftir því!

Skrifaðu ummæli