„ÆTLA AÐ NÁ LANGT Í SENUNNI”

0

Rapparinn Brandur var að senda frá sér sitt fyrsta lag en það ber heitið „Slakir” en Brandur segir að lagið sé meira í áttina að “old school” hipp hoppi en það sem er að gerast í dag! Það eru engnir nýgræðingar sem koma að laginu en tónlistarmaðurinn góðkunni Gunnar Maris útestti lagið og Gnúsi Yones sá um mix og masteringu.

Brandur liggur á meira efni sem væntanlegt er með haustinu en hann segist ætla að ná langt í senunni, þetta er rétt að byrja!

Einnig má finna lagið á Spotify.

Skrifaðu ummæli