„Adrenalínið var það eina sem hélt mér uppi”

0

 

Tónlistarkonan Soffía Björg var að senda frá sér glænýtt lag sem ber heitið „Þeir vaka yfir þér.” Lagið samið fyrir nokkrum árum en tekið upp í Sundlauginni Stúdíó í febrúar 2018.

„Þegar ég samdi lagið var ég að velta því fyrir mér hvort að ég ætlaði að halda áfram í tónlistinni. Og það var bara út af stressi og miklum kvíða á sviði. Til dæmis þegar ég átti að spila gigg um kvöldið, þá fór allur dagurinn í vondar hugsanir. Ég gat ekki borðað og var með mikinn hnút í maganum. Svo þegar að koma að gigginu þá var ég í sykurfalli og adrenalínið var það eina sem hélt mér uppi. Svona gekk þetta í nokkur ár og þetta var ekki alveg að virka.” – Soffía Björg.

Soffía Björg fékk styrki frá Hljóðritasjóði og Tónskáldasjóði Stef og Rásar 2 til þess að taka upp lagið og fékk hún fullt af góðum hljóðfæraleikurum til þess að spila inn á lagið. Soffía útsetti strengi og bakraddir en húm tók sér obbann af 2017 til þess að pæla í laginu.

Soffía segir að punkturinn yfir i-ið að hún fékk fimm systkini sín til þess að syngja bakraddirnar í laginu.

„Við erum stór systkinahópur og öll mjög músíkölsk þannig útkoman varð svona extra sérstök fyrir mig.” – Soffía Björg.

Hér er á ferðinni frábært lag sem allir ættu að hlusta á, það galdrar fram góðar tilfinningar og það er greinilegt að lagið er Soffíu kærkomið!

Skrifaðu ummæli