Adele í íslenskum jólabúningi

0

Samfélagsmiðlahópurinn Délítan voru að senda frá sér frábæra íslenska jóla-ábreiðu af laginu „Hello“ með Adele. Meðlimirnir Páll Sigurður Sigurðsson, Viktor Ingi Guðmundsson, Dagur Sigurður Úlfarsson, Andri Már Birgirsson og Hilmar Örn eru þekktir fyrir að gera fyndin lög og sketsa ekkert ósvipað Lonely Iland og fleirum. Sveitin tók þátt í músíktilraunum 2017 og fékk hún frábæra athygli og mjög skemmtilega dóma.

„Hugmyndin bakvið lagið var sú að ég (Palli) er í Söngleikjadeild í Söngskólanum Sigurðar Dementz og við vorum að halda jólatónleika þar sem við máttum taka annað hvort söngleikjalög eða jólalög, og planið var að taka Dúett með Diddu (Öðrum nemanda í deildinni) en við vildum gera eitthvað nýtt og krefjandi þannig við ákváðum að taka erlent lag og gera íslenskan jólatexta yfir, lagið Hello með Adele varð fyrir valinu.“ – Páll

Páll tók svo lagið á jólatónleikunum (sem endaði sem sólólag en ekki dúett) og fólkið í salnum virtist fýla það og var næstu daga að biðja strákanna um að taka lagið upp og gera eitthvað með það og það gerðu þeir svo sannarlega og heppnaðist svona þrusu vel!

Skrifaðu ummæli