AÐEINS 7 DAGAR EFTIR!

0

Albumm.is hóf göngu sína í Október 2014 og hefur síðan þá kappkostað við að fjalla um íslenska tónlist og grasrótarmenningu á íslandi. Vefurinn hefur stækkað ört á þessum þremur árum en tugir þúsunda heimsækir hann í hverjum mánuði. Hjálpaðu okkar að komast enn lengra!

Árið 2016 hóf Albumm.is samstarf við Visir.is og í kjölfarið stækkaði vefurinn allverulega! Okkur dreymir um að stækka Albumm.is enn frekar með því að koma vefnum einnig yfir á ensku og markaðsetja hann erlendis. Einnig ætlum við að breyta útliti vefsins sem gerir hann enn notendavænni og fallegri fyrir augað! Við ætlum að gefa íslenskri tónlist og menningu enn háværari rödd um heim allann!

Með hjálp ykkar sjáum við þetta verða að veruleika og þannig getum við kynnt umheiminum enn frekar fyrir okkar frábæra listafólki. Dyrnar munu oppnast upp á gátt og verður spennandi að sjá framhaldið!

Hægt er að styrkja verkefni með að smella á hlekkinn hér.

Skrifaðu ummæli