AÐEINS 3 DAGAR EFTIR AF HUGMYNDASÖFNUN

0

reykjavík

Hugmyndasöfnun fyrir Hverfið mitt 2016 á Betri Reykjavík gengur mjög vel, það er metaðsókn! Nálægt 600 hugmyndir hafa verið sendar inn og 20.000 gestir heimsótt vefinn. Opið er fyrir hugmyndir á betrireykjavik.is til 15. Júní.

reykjavík 2

Allir sem hafa sent inn hugmyndir eru hvattir til að deila þeim á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum og hvetja vini til að styðja hugmyndina.

Tímalína:

  • Hugmyndasöfnun stendur til 15. júní 2016.
  • Reykjavíkurborg metur innsendar hugmyndir og stillir þeim upp til kosninga.
  • Rafræn bindandi kosning um verkefni fer fram frá 1. – 8. nóvember 2016.
  • Verkefni verða framkvæmd í apríl til september 2017.

Í nýrri útgáfu af Betri Reykjavík er hægt að setja inn allskonar myndefni til að útskýra þínar hugmyndir og gera þær líflegri og áhugaverðari fyrir aðra. Þú getur líka merkt staðsetningu hugmyndar þinnar inn og auðvitað dreift henni á samfélagsmiðlum til að afla henni stuðnings.

Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt myndband við lagið Reykjavík frá tónlistarmanninum 7Berg

Hægt er að sjá nánar inn á:

https://hverfid-mitt-2016.betrireykjavik.is/#!/community/471

Comments are closed.