ADDI INTRO BEATS OG FRÍMANN Á KAFFIBARNUM Í KVÖLD

0

addi 22

Það verður heldur betur stuð á Kaffibarnum í kvöld þegar tveir snillingar leiða saman hesta sína og matreiða eðal House og Techno tónlist ofan í mannskapinn. Addi Intro Beats og Frímann þarf ekki að kynna fyrir dansþyrstum landanum, en hvar sem þeir koma fram má bóka brjálað stuð og í kvöld er engin undantekning.
Addi hefur verið lengi í bransanum en margir þekkja hann eflaust í gegnum Hip Hop senuna en kappinn hefur verið að gera það heldur betur gott í house tónlistinni að undanförnu. Addi sendi nýverið frá sér EP plötuna Les McDee og hefur hún fengið glæsilegar viðtökur og skríður hún upp vinsældarlista útum allan heim.

addi 2

Addi Intro

Frímann er lifandi Techno legend en hann hefur staðið lengi við SL-1200 spilarana eða allt frá gamla góða Rosenberg Kjallaranum. Guttinn er hvergi nærri því að vera hættur enda ekki hægt þegar Techno rennur um æðarnar.

frímann

Frímann

Það verður tjúlluð stemning á Kaffibarnum í kvöld og ef þú fílar gott Hús eða Techno þá ættirðu ekki að missa af þessu!

Comments are closed.